Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 15:15 Það þýðir ekkert að mæta í útibú Íslandsbanka í von um að fá endurfjármögnun sem miðar við nýtt og hærra fasteignamat. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund. Íslenskir bankar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund.
Íslenskir bankar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira