Innlent

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista myndaður í Dalvík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Oddvitar D- og K-lista undirrituðu málefnasamning fyrir meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Dalvíkurbyggð.
Oddvitar D- og K-lista undirrituðu málefnasamning fyrir meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Dalvíkurbyggð. Aðsend

Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðrar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listunum.

Þar segir að mikil bjartsýni og metnaður ríki fyrir framtíð sveitarfélagsins og spenningur hafi verið í mannskappnum að bretta upp ermar og hefjast handa við undirritun samningsins. 

„Við hlökkum til samstarfs við B-lista Framsóknar og félagshyggjufólks við að gera gott samfélag enn betra,“ segir í tilkynningunni.

Þá er búið að skipa sveitarstjórnarfulltrúa í embætti:

  • Forseti sveitarstjórnar verður Freyr Antonsson (D)
  • Formaður byggðarráðs verður Helgi Einarsson (K)
  • Formaður fræðsluráðs verður Jolanta Brandt (K)
  • Formaður félagsmálaráðs verður Katrín Kristinsdóttir (D)
  • Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs verður Jóhann Már Kristinsson (D)
  • Formaður veitu- og hafnarráðs verður Haukur Arnar Gunnarsson (K)
  • Formaður í stjórn Dalbæjar verður Freyr Antonsson (D)

Þá segir að breytingar verði gerðar á umhverfisráði sem verði skipt upp í skipulagsráð og umhverfis- og dreifbýlisráð. 

  • Formaður skipulagsráðs verður Anna Kristín Guðmundsdóttir (D)
  • Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs verður Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)

Þá verði menningarráð einnig endurvakið og formaður þess verði Lovísa María Sigurgeirsdóttir (K). Leit að sveitarstjóra standi yfir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×