Lífið

„Hátt­virtur þing­maður er fallinn frá,“ sagði for­setinn og hló

Árni Sæberg skrifar
Líneik Anna Sævarsdóttir er annar varaforseti Alþingis en henni varð á messunni þegar hún stýrði fundi í gær.
Líneik Anna Sævarsdóttir er annar varaforseti Alþingis en henni varð á messunni þegar hún stýrði fundi í gær. Vísir/Vilhelm

Líneik Anna Sævarsdóttir stýrði löngum fundi Alþingis í gær en rétt fyrir fundarslit varð henni á þegar hún tilkynnti þingheimi að Helga Vala Helgadóttir væri fallin frá.

Helga Vala hafði ætlað sér að veita andsvar undir liðnum stéttarfélög og vinnudeilur (Félagsdómur) en ákvað á síðustu stundu hætta við, eða falla frá orðinu, eins og sagt er á Alþingi.

„Háttvirtur þingmaður er fallinn frá,“ sagði Líneik Anna eftir að Helga Vala tilkynnti henni að hún ætlaði að falla frá orðinu.

Klukkan var farinn að nálgast miðnætti þegar forseta þingsins varð á í messunni og svo virðist sem þingmenn hafi ekki fattað mistökin fyrr en Líneik Anna skellti upp úr og leiðrétti sig.

Þá vöknuðu þingmenn til lífsins og hlátrasköll heyrðust úr þingsal. „Þetta er nú ekki svo leiðinlegur fundur,“ segir einn þeirra. Sjálf átti Líneik Anna erfitt með að kynna Sigurð Pál Jónson í pontu vegna hláturs.

Sjá má atvikið í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×