Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hafa lagt fram eigið frumvarp til að koma í veg fyrir brottvísun hópsins.

Einnig verður rætt við forseta ASÍ sem segir margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið. Lögregla með slík mál til rannsóknar. Einnig heyrum við í börnum sem skiluðu ráðherrum í dag skýrslu sem unnin var upp úr tillögum þeirra frá barnaþingi.

Við fylgjumst einnig með réttarhöldum í máli leikaranna Johnny Depp og Amber Heard sem lauk í dag, skoðum gríðarlegt magn af sandi sem var flutt í Hafnarhúsið og kíkjum á beljuna Soffíu frænku sem stjórnar öllu í fjósi í Borgarbyggð – líkt og nafna sín í Kardemommubænum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.