Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hafa lagt fram eigið frumvarp til að koma í veg fyrir brottvísun hópsins.
Einnig verður rætt við forseta ASÍ sem segir margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið. Lögregla með slík mál til rannsóknar. Einnig heyrum við í börnum sem skiluðu ráðherrum í dag skýrslu sem unnin var upp úr tillögum þeirra frá barnaþingi.
Við fylgjumst einnig með réttarhöldum í máli leikaranna Johnny Depp og Amber Heard sem lauk í dag, skoðum gríðarlegt magn af sandi sem var flutt í Hafnarhúsið og kíkjum á beljuna Soffíu frænku sem stjórnar öllu í fjósi í Borgarbyggð – líkt og nafna sín í Kardemommubænum.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.