Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 11:01 Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, Helga Valga Helgadóttir, formaður þingflokks Samfylkingar og Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. visir/vilhelm Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. Í frumvarpinu er lagt til að nýtt ákvæði verði sett til bráðabirgða sem felur í sér að dráttur á málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem varð vegna COVID-19, verði ekki talinn á ábyrgð umsækjendanna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efnislegrar meðferðar hafi þeir verið hér í tólf mánuði eða lengur. Frumvarpið er í yfirlestri og verður dreift á Alþingi á mánudaginn. Þingflokkarnir leggja einnig til að umsækjendur sem sóttu um vernd á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst og hafa verið hér á landi í átján mánuði eða lengur, fái dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Pólitísk ákvörðun stjórnvalda Flutningsmenn telja að fjöldabrottvísunin sem hafi verið í undirbúningi af hálfu íslenskra stjórnvalda sé ekki lagalega nauðsynleg heldur verði slík framkvæmd pólitísk ákvörðun stjórnvalda. Með framlagningu frumvarpsins sé lögð til almenn lausn fyrir þennan tiltekna hóp fólks á flótta. Flutningsmenn telja óásættanlegt að tafir sem tengjast heimsfaraldrinum verði taldar á ábyrgð umsækjenda sjálfra, enda var það ekki markmið núgildandi laga, heldur framkvæmd sem stjórnvöld hafa tekið upp. Nauðsynlegt að bregðast strax við „Flutningsmenn frumvarpsins telja að með því sé verið að bregðast við fyrirætlunum stjórnvalda um að brottvísa einstaklingum og fjölskyldum sem hafa verið hér í lengri tíma vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi hafa verið í heiminum vegna heimsfaraldursins. Í þeim aðstæðum, líkt og mörgum öðrum þarf sértækar aðgerðir og því eru lögð til bráðabirgðaákvæði sem eingöngu ná til þess hóps sem hér hefur dvalið um langt skeið vegna heimsfaraldursins,“ segir í tilkynningu. „Óvenjumargir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa vegna faraldursins dvalið hér á landi um lengri tíma, þar á meðal börn og einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sem hafa vegna tímans byggt upp tengsl við landið. Það er nauðsynlegt að bregðast strax við þessum aðstæðum og tryggja það að við sendum ekki fólk, sem þarf á vernd að halda, af landi brott og í aðstæður þar sem öryggi þess og heilsu er ógnað.“ Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22. maí 2022 16:31 Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að nýtt ákvæði verði sett til bráðabirgða sem felur í sér að dráttur á málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem varð vegna COVID-19, verði ekki talinn á ábyrgð umsækjendanna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efnislegrar meðferðar hafi þeir verið hér í tólf mánuði eða lengur. Frumvarpið er í yfirlestri og verður dreift á Alþingi á mánudaginn. Þingflokkarnir leggja einnig til að umsækjendur sem sóttu um vernd á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst og hafa verið hér á landi í átján mánuði eða lengur, fái dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Pólitísk ákvörðun stjórnvalda Flutningsmenn telja að fjöldabrottvísunin sem hafi verið í undirbúningi af hálfu íslenskra stjórnvalda sé ekki lagalega nauðsynleg heldur verði slík framkvæmd pólitísk ákvörðun stjórnvalda. Með framlagningu frumvarpsins sé lögð til almenn lausn fyrir þennan tiltekna hóp fólks á flótta. Flutningsmenn telja óásættanlegt að tafir sem tengjast heimsfaraldrinum verði taldar á ábyrgð umsækjenda sjálfra, enda var það ekki markmið núgildandi laga, heldur framkvæmd sem stjórnvöld hafa tekið upp. Nauðsynlegt að bregðast strax við „Flutningsmenn frumvarpsins telja að með því sé verið að bregðast við fyrirætlunum stjórnvalda um að brottvísa einstaklingum og fjölskyldum sem hafa verið hér í lengri tíma vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi hafa verið í heiminum vegna heimsfaraldursins. Í þeim aðstæðum, líkt og mörgum öðrum þarf sértækar aðgerðir og því eru lögð til bráðabirgðaákvæði sem eingöngu ná til þess hóps sem hér hefur dvalið um langt skeið vegna heimsfaraldursins,“ segir í tilkynningu. „Óvenjumargir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa vegna faraldursins dvalið hér á landi um lengri tíma, þar á meðal börn og einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sem hafa vegna tímans byggt upp tengsl við landið. Það er nauðsynlegt að bregðast strax við þessum aðstæðum og tryggja það að við sendum ekki fólk, sem þarf á vernd að halda, af landi brott og í aðstæður þar sem öryggi þess og heilsu er ógnað.“
Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22. maí 2022 16:31 Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15
Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22. maí 2022 16:31
Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01