Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. maí 2022 13:31 Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskars Jónasson standa að verkefninu ARCTIC CREATURES. Aðsend Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. Bókin og sýningin er samstarfsverkefni þeirra félaga en með sameiginlega fortíð í pönki og performansi gera þeir ljósmyndaverk og skúlptúra úr hinu óvænta. Ólík sjónarhorn kalla fram óvæntar sviðsmyndir og koma þeir úr ólíkum áttum listheimsins. Einn er kvikmyndaleikstjóri, annar myndlistarmaður og sá þriðji leikari og leikstjóri. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi samstarfi. Þremeningarnir segja listina mótaða úr því sem rekur á fjörurnar.Aðsend Á hverju sumri segja þremenningarnir skilið við áreiti borgarinnar og halda út í íslenskar óbyggðir. Þar er allra veðra von, þeir sofa undir björtum heimskauta himni, kasta sér naktir í ár og vötn eða í sjóinn sjálfan, villast í þoku, verða hraktir og kaldir. View this post on Instagram A post shared by Arctic Creatures (@thearcticcreatures) Hafið þið sameinað krafta ykkar í listinni áður og á hvaða hátt þá? Hrafnkell: Já, við Óskar höfum gert mikið af því, alveg frá því að við vorum sextán ára í Myndlista- og Handíðaskólanum í eldgamla daga. Óskar: Við vorum saman í hljómsveitinni Oxsmá, gerðum götulistaverk og kvikmyndir eins og Sjúgðu mig Nína og Oxsmá Plánetuna á þeim tíma. Hrafnkell: Stefán aftur á móti kom síðar inn í jöfnuna, þegar Óskar og hann deildu íbúð í London seint á níunda áratugnum. Bókin ARCTIC CREATURES varð til í mjög lífrænu ferli.Aðsend Hvernig kviknaði hugmyndin að því að gera bók og myndlistarsýningu? Óskar: Hugmyndin að þessu verkefni núna, bók og sýning, kviknaði í gönguferðinni síðasta sumar. Hrafnkell: Ég var mjög á báðum áttum, annað hvort þurfti ég að fara allur inn í þetta, eða sleppa þessu. Þetta var mjög sérstakt móment fyrir mér. Óskar: Við vorum búnir að fá mikil viðbrögð við þessum myndum, á Facebook og annars staðar. Oft höfðum við heyrt fólk stinga upp á því að gefa út bók, en við tókum því ekkert mjög alvarlega fyrr en mjög seint. Svo gerðist bara eitthvað síðasta sumar og hér erum við staddir í dag. Hrafnkell: Þetta er mjög lífrænt ferli með bókina og sýninguna í framhaldi af því hvernig verkin verða til. Þetta hefur tekið sinn tíma, sennilega rúmlega tíu ár - og við fylgjum. Við bara hlýðum. Hrafnkell, Stefán og Óskar sækja innblástur í hrjóstrugt en ægifagurt umhverfið.Aðsend Sækið þið innblástur úr ólíkum áttum í ykkar listgreinum? Hrafnkell: Ja, ekki nema á þann hátt að við erum ólíkir persónuleikar. Óskar: Allir koma með sitt sjónarhorn inn í samtalið. En við Hrafnkell höfum sameiginlegan bakgrunn úr myndlistinni. Hrafnkell: Augljóslega kemur Stefán með eitthvað úr leikhúsinu. Þegar leikhúsið kemur inn í kokteilinn þá verður sprenging. View this post on Instagram A post shared by Arctic Creatures (@thearcticcreatures) Þremenningarnir segja listina mótaða úr því sem rekur á fjörurnar, gamlir skór, flöskur, litskrúðugt plast og netadræsur. Hrjóstrugt en ægifagurt umhverfið er innblásturinn; dulmagnað andrúmsloftið, saga eyðibýlanna, strandaðir bátar og rekaviður. Kraftur náttúruaflanna er virkjaður; sköpun, eyðilegging og endurfæðing. Bókaútgáfan Bjartur gefur út bókina ARCTIC CREATURES. Hún er 80 síður og í stóru broti. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 11 til 17 út júní. Myndlist Bókaútgáfa Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bókin og sýningin er samstarfsverkefni þeirra félaga en með sameiginlega fortíð í pönki og performansi gera þeir ljósmyndaverk og skúlptúra úr hinu óvænta. Ólík sjónarhorn kalla fram óvæntar sviðsmyndir og koma þeir úr ólíkum áttum listheimsins. Einn er kvikmyndaleikstjóri, annar myndlistarmaður og sá þriðji leikari og leikstjóri. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi samstarfi. Þremeningarnir segja listina mótaða úr því sem rekur á fjörurnar.Aðsend Á hverju sumri segja þremenningarnir skilið við áreiti borgarinnar og halda út í íslenskar óbyggðir. Þar er allra veðra von, þeir sofa undir björtum heimskauta himni, kasta sér naktir í ár og vötn eða í sjóinn sjálfan, villast í þoku, verða hraktir og kaldir. View this post on Instagram A post shared by Arctic Creatures (@thearcticcreatures) Hafið þið sameinað krafta ykkar í listinni áður og á hvaða hátt þá? Hrafnkell: Já, við Óskar höfum gert mikið af því, alveg frá því að við vorum sextán ára í Myndlista- og Handíðaskólanum í eldgamla daga. Óskar: Við vorum saman í hljómsveitinni Oxsmá, gerðum götulistaverk og kvikmyndir eins og Sjúgðu mig Nína og Oxsmá Plánetuna á þeim tíma. Hrafnkell: Stefán aftur á móti kom síðar inn í jöfnuna, þegar Óskar og hann deildu íbúð í London seint á níunda áratugnum. Bókin ARCTIC CREATURES varð til í mjög lífrænu ferli.Aðsend Hvernig kviknaði hugmyndin að því að gera bók og myndlistarsýningu? Óskar: Hugmyndin að þessu verkefni núna, bók og sýning, kviknaði í gönguferðinni síðasta sumar. Hrafnkell: Ég var mjög á báðum áttum, annað hvort þurfti ég að fara allur inn í þetta, eða sleppa þessu. Þetta var mjög sérstakt móment fyrir mér. Óskar: Við vorum búnir að fá mikil viðbrögð við þessum myndum, á Facebook og annars staðar. Oft höfðum við heyrt fólk stinga upp á því að gefa út bók, en við tókum því ekkert mjög alvarlega fyrr en mjög seint. Svo gerðist bara eitthvað síðasta sumar og hér erum við staddir í dag. Hrafnkell: Þetta er mjög lífrænt ferli með bókina og sýninguna í framhaldi af því hvernig verkin verða til. Þetta hefur tekið sinn tíma, sennilega rúmlega tíu ár - og við fylgjum. Við bara hlýðum. Hrafnkell, Stefán og Óskar sækja innblástur í hrjóstrugt en ægifagurt umhverfið.Aðsend Sækið þið innblástur úr ólíkum áttum í ykkar listgreinum? Hrafnkell: Ja, ekki nema á þann hátt að við erum ólíkir persónuleikar. Óskar: Allir koma með sitt sjónarhorn inn í samtalið. En við Hrafnkell höfum sameiginlegan bakgrunn úr myndlistinni. Hrafnkell: Augljóslega kemur Stefán með eitthvað úr leikhúsinu. Þegar leikhúsið kemur inn í kokteilinn þá verður sprenging. View this post on Instagram A post shared by Arctic Creatures (@thearcticcreatures) Þremenningarnir segja listina mótaða úr því sem rekur á fjörurnar, gamlir skór, flöskur, litskrúðugt plast og netadræsur. Hrjóstrugt en ægifagurt umhverfið er innblásturinn; dulmagnað andrúmsloftið, saga eyðibýlanna, strandaðir bátar og rekaviður. Kraftur náttúruaflanna er virkjaður; sköpun, eyðilegging og endurfæðing. Bókaútgáfan Bjartur gefur út bókina ARCTIC CREATURES. Hún er 80 síður og í stóru broti. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 11 til 17 út júní.
Myndlist Bókaútgáfa Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira