Lífið

Steven Tyler í meðferð og Aerosmith fellir niður tónleika

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Steven Tyler einbeitir sér að bata og skráði sig sjálfur í meðferð.
Steven Tyler einbeitir sér að bata og skráði sig sjálfur í meðferð. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Hljómsveitin Aerosmith hefur fellt niður alla tónleika í sumar. Aerosmith mun því ekki byrja að koma fram í Las Vegas fyrr en í september.

Ástæða breytinganna er að Steven Tyler féll og er nú í meðferð. Í sameiginlegri tilkynningu á Instagram-síðu Aerosmith og söngvarans er sagt frá því að hann hafi fallið eftir að þurfa að nota sterk verkjalyf í tengslum við aðgerð sem hann fór í á fæti. 

Tyler hefur talað mjög opinskátt um baráttu sína við fíkn. Hann fór fyrst í meðferð við eiturlyfjafíkn árið 1988 eftir að hinir meðlimir hljómsveitarinnar gripu í taumana. Tyler var lengi að vinna úr reiðinni vegna þess inngrips en var þeim svo mjög þakklátur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.