Fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga sprautu inn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2022 10:31 Jenna segir það einkennilegt að hver sem er megi í raun sprauta fylliefni eða bótoxi undir húð fólks. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, ræddi við Sindra Sindrason um húðmeðferðir eins og bótox í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira