Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. maí 2022 20:11 Öll eiga þessi fjögur það sameiginlegt að verða mun minna inni í Ráðhúsinu næstu fjögur árin en þau hafa verið síðustu fjögur ár. vísir Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira