„Ég lærði mikið af Zendayu, ætli hún hafi ekki kennt mér að vera með sjálfstraust í því sem ég var að gera,“
sagði Angus Cloud úr Euphoria. Þegar þau fóru yfir þau ráð eða augnablik sem sitja í þeim frá fortíðinni voru svörin mismunandi. Sumir segjast hafa fengið góð ráð á meðan aðrir segjast hafa fengið vafasöm svör sem þau segja hafa knúið sig enn frekar áfram:
„Ég bjó í Englandi í nokkur ár og svo kom ég hingað og var að fara á milli og hitta fólk og manneskja sem var að ráða í hlutverk sagði „Þú er bara ekki með rétta útlitið. Enginn vill vinna með stelpum sem líta út eins og þú, kannski gætirðu prófað England þar sem þeim finnst í lagi að fólk líti eðlilega út,“ sagði leikkonan Melanie Lynskey um upplifun sem situr í henni úr leiklistarheiminum.
Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni: