Lífið

Heimsmet: Big Mac á hverjum degi í fimmtíu ár

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hin algenga, hvað á eiginlega að vera í matinn-krísa, er líklega ekki mikið að þvælast mikið fyrir Bandaríkjamanninum Donald Gorske en kappinn hefur borðað minnst einn Big Mac hamborgara á hverjum degi í hálfa öld.  
Hin algenga, hvað á eiginlega að vera í matinn-krísa, er líklega ekki mikið að þvælast mikið fyrir Bandaríkjamanninum Donald Gorske en kappinn hefur borðað minnst einn Big Mac hamborgara á hverjum degi í hálfa öld.   Guinness World Record

Suma daga eru það jafnvel tveir Big Mac hamborgarar sem seðja hungur Bandaríkjamannsins Donald Gorske sem fagnaði á dögunum fimmtíu árum af daglegu Big Mac áti. 

Í ágúst í fyrra sló Donald Guinnes World heimsmet í fjölda borðaðra Big Mac hamborgara yfir lífstíðina, eða samtals 32.340 borgara. 

Ást við fyrsta bita 

Til að halda upp á herlegheitin ákvað Donald að sjálfsögðu að gera vel við sig og skella sér út að borða og dekra við sig með einum Big Mac, en ekki hvað?

Fyrir valinu varð Mac Donald's veitingastaðurinn í Fond du Lac, Wisconsin, þar sem Donald smakkaði fyrsta Big Mac borgarann, fyrir hálfri öld síðan, árið 1972.

Á þessari stundu sagði ég að ég myndi líklega borða þessa (hamborgara) til æviloka.
32.340 Big Mac hamborgarar yfir lífstíðina, Donald er ekkert að flækja hlutina.  Guinness World Record






Fleiri fréttir

Sjá meira


×