Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2022 23:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Egill Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18