Innlent

B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Egilsstaðir er einn af þéttbýliskjörnunum sem mynda Múlaþing.
Egilsstaðir er einn af þéttbýliskjörnunum sem mynda Múlaþing. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboðunum þar sem segir að samkomulag um meirihlutasamstarfið verði undirritað í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum á morgun.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa.

Austurlistinn fékk 19,3 prósent atkvæða og tvo fulltrúa og Vinstri græn fengu 20,2 prósent fylgi sem skilaði flokknum einnig tveimur fulltrúum og bættu þau við sig manni. Miðflokkurinn fékk 8,5 prósenta fylgi og einn fulltrúa.

Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×