Innlent

Fimm í gæslu­varð­hald í að­gerðum gegn skipu­lagðri glæpa­starf­semi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðirnar fyrir helgi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðirnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm

Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn lögreglu var umtalsvert magn af marijúana haldlagt, eða um 40 kg. Leitir voru framkvæmdar á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis, en lögreglan tók einnig í sína vörslu ökutæki, peninga og tölvubúnað.

Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Alls voru tíu manns handteknir í þágu rannsóknarinnar og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði, en varðhaldið er til tveggja vikna.

Samkvæmt tilkynningu miðar rannsókn málsins vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×