Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:52 Þórdís Lóa er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Flokkurinn ætlar sér í meirihlutaviðræður í samfloti með Pírötum og Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. „Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
„Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira