Það var gríðarleg spenna fyrir leik dagsins enda um að ræða risastóran leik fyrir bæði lið. Wycombe lék í B-deildinni á síðustu leiktíð en þurfti að bíta það súra epli að falla þrátt fyrir að hafa náð í fleiri stig en liðin sem hafa fallið á undanförnum árum.
Sunderland á sama tíma hefur verið í C-deildinni undanfarin ár eftir að hafa verið fjöldamörg ár í efstu deild.
Það var hins vegar ljóst frá upphafi í dag hvort liðið væri betur í stakk búið til að fara upp. Sunderland var með yfirhöndina frá upphafi og strax á tólftu mínútu voru Svörtu kettirnir komnir yfir. Eliot Embleton með markið eftir sendingu Alex Pritchard.
Var það eina mark leiksins allt þangað til á 79. mínútu þegar Pritchard renndi boltanum á Ross Stewart sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í hægra hornið.
Ross Stewart has scored 26 goals for @SunderlandAFC this season (5 of which have been v Wycombe) - only 2 players have scored more for the club in a season this century
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) May 21, 2022
Kevin Phillips, 30 in 1999-2000
Charlie Wyke, 31 in 2020-21 pic.twitter.com/SakGG7BdEU
Hans 26. mark á leiktíðinni og allt ætlaði um koll að keyra á Wembley.
Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Sunderland fylgir því Wigan Athletic og Rotherham United upp í ensku B-deildina.
WE ARE .#SAFC | #TilTheEnd pic.twitter.com/7UCht2rsqe
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) May 21, 2022
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.