Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 18:14 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður. Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira