Veðurstofan vill minna á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm
Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi. Í gær mældust um 370 skjálftar á svæðinu, sá stærsti klukkan rúmlega hálftólf í gærdag. Sá mældist 3,1 stig.
Frá miðnætti hefur enginn verið yfir þremur stigum, en einn yfir tveimur. Sá varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og mældist 2,7 stig.
Veðurstofan vill minna á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.