Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 11:28 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira