„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2022 20:01 Orri Vignir Hlöðversson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira