Innlent

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykja­nesi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3.

Í tilkynningu frá Almannavörnum eru íbúar hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Í tilkynningunni er þá bent á að nánar sé hægt að kynna sér varnir og viðbúnað á heimasíðu Almannavarna. Að sama skapi sé mikilvægt að kynna sér viðbrögð við jarðskjálftum, en þær upplýsingar má finna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×