Innlent

Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði

Samúel Karl Ólason skrifar
Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir.
Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir. Vísir/Tryggvi Páll

Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi.

Nú eru nokkrir mögulegir meirihlutar í boði en Bæjarlistinn, sem náði þremur mönnum inn, er í lykilstöðu í myndun nýs meirihluta, standi það til yfir höfuð en gera má ráð fyrir að það skýrist í dag eða á næstu dögum.

Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir, eins og bent er á í frétt Vikublaðsins.

Bæjarlistinn (L) bætti við sig manni, náði þremur bæjarfulltrúum inn og er stærsti flokkurinn á Akureyri.

Sjá einnig: Lokatölur frá Akureyri - Bæjarlistinn í lykilstöðu

Sjálfstæðisflokkurinn (D) náði tveimur inn og missti þar með einn bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn (B) er einnig með tvo bæjarfulltrúa, eins og eftir síðustu kosningar.

Miðflokkurinn (M) hélt sínum eina manni í bæjarstjórn og það gerðu Vinstri grænir (V) einnig. Samfylkingin (S) er sömuleiðis með einn en var með tvo á síðasta kjörtímabili. Flokkur fólksins (F) kemur nýr inn á Akureyri með einn mann.

Kattarframboðið og Píratar náðu ekki inn manni.

Þar sem sjö flokkar náðu inn manni á Akureyri og enginn þeirra með fleiri en þrjá menn er ljóst að meirihlutasamstarf getur tekið allnokkrar myndir. Bæjarlistinn er í ráðandi stöðu og mun líklegast leiða meirihlutamyndunarviðræður.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×