Innlent

Í-listinn með hreinan meirihluta samkvæmt fyrstu tölum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
ílistinnCapture
Í-listinn

Í- listi Ísafjarðarbæjar hlýtur skínandi góða kosningu samkvæmt fyrstu tölum og eru með hreinan meirihluta. Nóttin er auðvitað ung og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.

Í-listinn með Gylfa Ólafsson í broddi fylkingar er samkvæmt fyrstu tölum með 49,1% og bætir við sig einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynda núverandi meirihluta í Ísafjarðarbæ en samkvæmt fyrstu tölum er meirihlutinn fallinn.

Fréttastofa náði tali af Gylfa sem var staddur á kosningavöku í Edinborgarhúsinu. Hann var að vonum ánægður með fyrstu tölur en varfærinn á sama tíma. Hann vildi bíða með yfirlýsingar þar til búið væri að kynna lokatölur en fékkst þó til þess að segja hvað hann læsi úr þessum fyrstu tölum.

„Við lesum bara úr því að það sé vilji kjósenda að fá nýjan meirihluta til valda og að Arna Lára eigi að verða næsti bæjarstjóri.“

Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar 5. sæti listans, er bæjarstjóraefni Í-listans.

Hann sagði að skipulagsmálin væru efst á blaði að afloknum kosningum. Verktakar væru loksins orðnir spenntir fyrir því að byggja og að það megi ekki standa á Ísafjarðarbæ. Bæði atvinnulífið og íbúar bæjarins hafi kallað eftir frekari uppbyggingu.

Fyrstu tölur:

B-listi Framsóknar: 28,1% með tvo fulltrúa

D-listi Sjálfstæðisflokks: 21,1% með tvo fulltrúa, tapar einum.

Í-listi Ísafjarðarlista: 49,1% með fimm fulltrúa, bætir við sig einum

P-listi Pírata: 1,8% með engan fulltrúaAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.