Líf Magneudóttir á kjörstað í Hagaskóla í morgun.Vísir/Vilhelm
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli.
Þetta sagði Líf eftir að hafa kosið í Hagaskóla í Reykjavík upp úr klukkan 10 í morgun. „Við þurfum að passa það. Við þurfum að tala vel hvert um annað. Það er gaman að takast á um hugmyndafræði, stefnur og pólitík, en við þurfum að varast að fara í manninn. Mér fannst svolítið bera á því og við Vinstri græn forðuðumst að taka þátt í því.“
Hún segist ætla að nýta daginn vel og halda áfram að ræða við kjósendur. Hún segir kjördag ávallt vera gleðidag og að hann leggist vel í sig.
„Við vorum með þrusubaráttu. Það var mikill krafur í okkur og gleði, grín og glens en líka alvara þar sem pólitík er líka alvara. Ég fer stolt inn í daginn og kvöldið og er stolt af okkar verkum á kjörtímabilinu,“ segir Líf.
Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun.
„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.