Oddvitaáskorunin: Ekki of gömul fyrir símaöt Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 17:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hildur fæddist 11. júní 1986. Foreldrar hennar eru Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum og hundinum Pippó. Hildur er lögfræðingur að mennt en leiddist út í stjórnmáli fyrir fjórum árum þegar hún skipaði annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni. Klippa: Oddvitaáskorun - Hildur Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Esjunni yfir borgina er fallegasti staðurinn í Reykjavík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni svona almennt að láta smáatriði ekki fara í taugarnar á mér. Það væri samt geggjað að geta farið í göngutúr með hundinn án þess að óttast að hann borði sígarettustubba eða glerbrot. Það væri frábært ef það væri almennilega hirt um hverfin og göngustígana - og það er forgangsmál hjá okkur að kippa þessu í liðinn! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Símaöt. Og nei, ég er ekki orðin of gömul í slíkt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Sennilega þegar ég varð rafmagnslaus á bílnum tvo daga í röð á Miklubraut fyrr á árinu. Og sama lögga keyrði framhjá í bæði skiptin. Hann var vonsvikinn. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er frekar nýjungagjörn í þessum málum en upp á síðkastið fæ ég mér ekki pítsu nema að séu döðlur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 30. Var að tjékka. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra því þá leið manni eins og Covid tímanum myndi hreinlega aldrei ljúka. En ég lærði heilmikið, til að mynda misheilsusamlegar uppskriftir af kökum og ofgnótt tik-tok dansa með syni mínum. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á marga uppáhalds tónlistarmenn. En ætli að ég verði ekki að segja Beyonce því það er eiginlega ekki hægt að vera nettari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Við hrekktum einu sinni æskuvin mannsins míns dálítið hressilega. Raunar af mikilli natni og eljusemi og tókum okkur drjúgan tíma í málið. Hann er lögmaður og við hjónin fengum vini og vandamenn til að leika par sem var að skilja og átti í hatrammri deilu um forræði kattarins Lady Cat. Þau vildu fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og það reyndi talsvert á vininn að afstýra fáránlegustu uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Birna Hafstein. Hún er í tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, menntuð leikkona og allt auglýsingaefni með henni í framboðinu hefur verið svokallað one-take. Ég myndi treysta henni til að afgreiða málið fljótt og örugglega. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég missti af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Þetta er erfið spurning. Listinn er mjög langur. En ég horfði reyndar á The Blind Side um daginn og fannst hún svo falleg að ég fór að skæla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég get ekki sagt að ég horfi, en finnst dáldítið leitt að sjá á eftir svona ákveðnum fasta í tilverunni. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja aftur til London, þar sem við fjölskyldan bjuggum og störfuðum. Annars finnst mér æðislegt að búa bara í Reykjavík! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Í tilefni Eurovision-vikunnar segi ég Euphoria með Loreen og All out of luck með Selmu. Ég er samt ekkert sakbitin yfir því. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hildur fæddist 11. júní 1986. Foreldrar hennar eru Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum og hundinum Pippó. Hildur er lögfræðingur að mennt en leiddist út í stjórnmáli fyrir fjórum árum þegar hún skipaði annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni. Klippa: Oddvitaáskorun - Hildur Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Esjunni yfir borgina er fallegasti staðurinn í Reykjavík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni svona almennt að láta smáatriði ekki fara í taugarnar á mér. Það væri samt geggjað að geta farið í göngutúr með hundinn án þess að óttast að hann borði sígarettustubba eða glerbrot. Það væri frábært ef það væri almennilega hirt um hverfin og göngustígana - og það er forgangsmál hjá okkur að kippa þessu í liðinn! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Símaöt. Og nei, ég er ekki orðin of gömul í slíkt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Sennilega þegar ég varð rafmagnslaus á bílnum tvo daga í röð á Miklubraut fyrr á árinu. Og sama lögga keyrði framhjá í bæði skiptin. Hann var vonsvikinn. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er frekar nýjungagjörn í þessum málum en upp á síðkastið fæ ég mér ekki pítsu nema að séu döðlur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 30. Var að tjékka. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra því þá leið manni eins og Covid tímanum myndi hreinlega aldrei ljúka. En ég lærði heilmikið, til að mynda misheilsusamlegar uppskriftir af kökum og ofgnótt tik-tok dansa með syni mínum. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á marga uppáhalds tónlistarmenn. En ætli að ég verði ekki að segja Beyonce því það er eiginlega ekki hægt að vera nettari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Við hrekktum einu sinni æskuvin mannsins míns dálítið hressilega. Raunar af mikilli natni og eljusemi og tókum okkur drjúgan tíma í málið. Hann er lögmaður og við hjónin fengum vini og vandamenn til að leika par sem var að skilja og átti í hatrammri deilu um forræði kattarins Lady Cat. Þau vildu fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og það reyndi talsvert á vininn að afstýra fáránlegustu uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Birna Hafstein. Hún er í tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, menntuð leikkona og allt auglýsingaefni með henni í framboðinu hefur verið svokallað one-take. Ég myndi treysta henni til að afgreiða málið fljótt og örugglega. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég missti af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Þetta er erfið spurning. Listinn er mjög langur. En ég horfði reyndar á The Blind Side um daginn og fannst hún svo falleg að ég fór að skæla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég get ekki sagt að ég horfi, en finnst dáldítið leitt að sjá á eftir svona ákveðnum fasta í tilverunni. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja aftur til London, þar sem við fjölskyldan bjuggum og störfuðum. Annars finnst mér æðislegt að búa bara í Reykjavík! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Í tilefni Eurovision-vikunnar segi ég Euphoria með Loreen og All out of luck með Selmu. Ég er samt ekkert sakbitin yfir því.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira