Keith og Jim frá tunglinu
Keppendurnir tóku myndbandið upp í Tórínó þar sem þeir eru staddir til þess að taka þátt. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði og enginn veit hver leynist undir gulu grímunum. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim líkt og kemur fram í texta lagsins Give That Wolf a Banana.
Bjóða fólki til tunglsins og í kúr
Líkt og sjá má í myndbandinu hér að ofan endurgerðu þeir lagið Jolene sem Dolly Parton gerði frægt. Í textanum segjast þeir vera mættir á jörðina fyrir sérstakt verkefni sem sé að vinna Eurovision en einnig má sjá þá fagna Tórónó, bjóða fólki með sér til tunglsins og í kúr. Þeir segjast einnig hafa borðað nokkrar pizzur og bæta við:
„Við erum að bjarga ömmum alla daga en borðuðum nokkrar í leiðinni.“