Innlent

Net­á­rásir á ís­lenska inn­viði stór­aukist í kjöl­far inn­rásar Rússa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásirnar hafa síðan haldið áfram en sömu sögu er að segja af öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum.
Árásirnar hafa síðan haldið áfram en sömu sögu er að segja af öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Getty

Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og herma heimildir þess að 400 þúsund slíkar árásir hafi verið gerðar á Neyðarlínuna, 112, á aðeins einum sólarhring í upphafi stríðsins.

Árásirnar hafa síðan haldið áfram en sömu sögu er að segja af öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum.

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar Certis, segir engar rökstuddar vísbendingar um að árásirnar komi allar frá einu og sama landinu en að vissulega hafi komið holskefla frá því stríðið hófst.

Guðmundur segir tilgang árásanna tvíþættan. Stundum séu gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist en stundum sé verið að taka niður ákveðna þjónustu og skemma í hernaðarlegum tilgangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×