Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2022 21:06 Frammistöðu Systra var vel fangað í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. EBU Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira