Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2022 21:06 Frammistöðu Systra var vel fangað í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. EBU Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira
Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira