Uppfærsla hjá þjónustuaðila Auðkennis olli því að rafræn skilríki á farsíma virkuðu ekki í um tvo tíma í morgun. Rafræn skilríki eru notuð til auðkennis fyrir alls kyns þjónustu opinberra aðila, félaga og fyrirtækja.
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir að vart hafi orðið við bilunina um klukkan sjö í morgun. Uppfærslan hafi valdið því að kerfin urðu óaðgengileg. Þau voru komin í lag fyrir klukkan níu, um tveimur tímum síðar.
Auðkennisapp og rafræn skilríki á kortum virkuðu á meðan, að sögn Haralds.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í rafrænum heimi og hægt er að nota þau til undirritunar. Ríkisstofnanir, sveitarfélög, bankar, tryggingarfélög, skólar, íþróttafélög og tryggingafélög, lífeyrðissjóðir og stéttarfélög eru á meðal þeirra sem bjóða upp á möguleikann að nota rafræn skilríki.
Uppfært kl. 9.30: Kerfi Auðkennis með rafræn skilríki komust aftur í lag fyrir klukkan níu í morgun. Þjónustan hafði þá legið niðri frá því um klukkan sjö.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.