Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2022 09:27 Oddvitarnir átta ásamt þáttastjórnanda. vísir/vilhelm Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira