Fótbolti

Müller fagnaði nýjum samningi með marki

Hjörvar Ólafsson skrifar
Serge Gnabry og Thomas Müller skoruðu mörk Bayern München í leiknum í dag. 
Serge Gnabry og Thomas Müller skoruðu mörk Bayern München í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Bayern München gerði 2-2-jafntefli þegar liðið fékk Stuttgart í heimsókn í næstsíðustu umferð þýsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Serge Gnabry og Thomas Müller skoruðu mörk Bæjara í leiknum en Müller framlangdi samning sinn við félagið í vikunni til ársins 2024. 

Bayern München hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn í 32. skipti í sögunni. Félagið er það langsigursælasta í sögunni en Nürnberg kemur næst á listanum með níu titla. 

Stuttgart er hins vegar á leiðinni í umspilsleiki sem skera úr um hvort þeir ná að framlengja veru sína í efstu deild en liðið er þremur stigum og fjórtán mörkum frá öruggu sæti fyrir lokaumferð deildarinnar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.