Lífið

Hildur út­skrifuð úr krabba­meins­eftir­liti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún greindist með krabbamein árið 2016 og sigraðist á því einu ári seinna. 
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún greindist með krabbamein árið 2016 og sigraðist á því einu ári seinna.  vísir/vilhelm

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, útskrifaðist fyrr í vikunni úr krabbameinseftirliti. Hildur sigraðist á eitlakrabbameini árið 2017, ári eftir að hafa greinst með það.

Ekki sjálfgefið

Hún greindist með krabbameinið einungis sjö dögum eftir að hún eignaðist sitt þriðja barn.

„Það var ekki sjálfgefið að þessum áfanga yrði náð – ég er ein af þeim heppnu - og ég þakka hvern einasta dag þau forréttindi að vera ennþá lifandi,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

Lætur draumana rætast

Það var rúmt ár liðið frá því að Hildur kláraði lyfjameðferð þegar hún skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Nú, fjórum árum seinna, gerir hún gott betur og skipar fyrsta sætið.

„Það er nefnilega hægt að rísa upp af botninum og láta drauma sína rætast,“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir

Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík

Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.