Söngvari Baraflokksins fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 17:17 Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins er fallinn frá aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time
Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira