Söngvari Baraflokksins fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 17:17 Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins er fallinn frá aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time
Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira