Innlent

Varað við norðvestan snjóhríð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gulu viðvaranirnar eru ekki í sumarskapi.
Gulu viðvaranirnar eru ekki í sumarskapi. Veðurstofan

Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðausturlandi. Veðurstofan varar við norðvestan snjóhríð og hvassviðri.

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra tók gildi í nótt og er hún í gildi til miðnættis. Þar er búist við norðvestan snjóhríð

„Norðvestan hvasviðri með vindhraða á bilinu 13-18 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 25 m/s, einkum á fjallvegum. Búast má við snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Það hvessir í nótt.Vísir/RAX

Í nótt taka svo gular viðvaranir gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Austurlandi að Glettingi er varað við sams konar veðri og á Norðurlandi eystra. Sú viðvörun er í gildi til klukkan átta á morgun.

Á Austfjörðum og Suðausturlandi er varað við norðvestan hvassviðri, á Austfjörðum frá þrjú í nótt til klukkan ellefu á morgun. Á Suðausturlandi frá klukkan fjögur í nótt til klukkan níu.

„Hvassviðri, 13-20 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll um 30 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×