Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 10:00 Luis Díaz kom til bjargar í hálfleik eftir skelfilegan hálfleik Liverpool liðsins á móti Villarreal og sá öðrum fremur til þess að liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Alberto Saiz Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins. Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira