Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. maí 2022 07:01 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálf kennir hún bankasölunni um lélegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Prófessor í stjórnmálafræði er henni sammála þar. vísir/vilhelm Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira