Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. maí 2022 07:01 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálf kennir hún bankasölunni um lélegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Prófessor í stjórnmálafræði er henni sammála þar. vísir/vilhelm Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira