Hljóðið í stimplunum getur komið upp um kjósandann Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 10:56 Lagt er upp með að kosningarnar séu leynilegar. En kjósandi á Vesturlandi bendir á að ef hann ætli að skila auðu og lýsa þannig því yfir að ekkert framboð hugnist sér, þá þýði það að afstaða hans sé ljós þeim sem utan kjörklefans eru. vísir/vilhelm Hljóðið í stimplunum sem notaðir eru til að greiða atkvæði geta afhjúpað hina áskyldu leynd í komandi kosningunum. Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira