Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 10:00 Ragna Sigurðardóttir segir ljóst að Flokkur fólksins taki ekki afstöðu gegn kynþáttafordómum og kvenfyrirlitningu. Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. Skilaboð Tómasar A. Tómasson, þingmanns Flokks fólksins, til vinar síns árið 2014 hafa ratað víða og var fjallað um í fjölmiðlum í gær. Tómas var þá staddur í Bangkok, höfuðborg Taílands, og sagði vini sínum frá samskiptum við konur í Taílandi. „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21,“ sagði Tómas í skilaboðunum. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir Vinur Tómasar birti skilaboðin á Facebook á dögunum og spurði hvort fólk vildi hafa svona mann á þingi. Hafa skilaboðin síðan farið í töluverða dreifingu manna á milli. Síðar í skilaboðunum, sem sjá má að neðan, segir Tommi ætla að „taka“ eina fyrir kunningja sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að Flokkur fólksins stæði stoltur og einhuga við bak Tómasar. Hún sagðist orðlaus að skilaboðin væru til umfjöllunar en um leið að ekki væri hægt að líta fram hjá orðfari Tómasar. „Við höfum óbeit á þessu orðfari. Þetta er ógeðslegt orðfar. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því.“ Málið væri afgreitt hjá flokknum sem stæði einhuga með Tómasi. Málið snúist um viðhorf gagnvart konum Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbrögð formannsins við skilaboðunum. „Inga Sæland sér ekkert vandamál við það hvernig þingmaður hennar talar um konur. Hún vill meina að málið snúist um það með hverjum hann „sængar“ en ekki því viðhorfi sem hann lýsir gagnvart konum,“ segir Ragna í færslu á Facebook. Ragna segir að þótt flokkurinn viðurkenni ekki orðfæri Tómasar þá virðist flokkurinn ekki kannast við þau viðhorf sem það lýsi. „Djúpstæðri kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitning er nefnilega vandamál í íslensku samfélagi. Orðfæri er ekki bara lýsandi fyrir viðhorf heldur er það valdatæki. Valdatæki sem karlmenn nota til að lítillækka konur, smætta þær, hlutgera. Það er ekki formanni stjórnmálaflokks sæmandi að aðhafast ekkert nema fordæma „orðbragðið“ þegar þingmaður hennar talar um konur eins og kjötstykki.“ Konan búi líklega við mikla fátækt Ragna rifjar upp viðbrögð Ingu þegar tveir þingmenn úr Flokki fólksins töluðu um Ingu á Klausturbar fyrir fjórum árum. Upptaka náðist af samtali sex þingmanna á öldurhúsinu og varð uppi fótur og fit í samfélaginu. „Þeir voru reknir úr þingflokknum. Nú er hins vegar um unga konu að ræða í Taílandi, ekki formann Flokks fólksins. Inga Sæland telur ekki ástæðu til að standa „þétt“ við bakið á henni. Né við bakið á þeim konum sem hafa verið lítillækkaðar með þessum hætti, kyngerðar og smættaðar. Hún segist þess í stað vera stolt af því að hann sé þingmaður Flokks fólksins.“ Ragna spyr hvaða skilaboð þetta sendi til samfélagsins, og þá sérstaklega til ungra kvenna? „Hvaða skilaboð sendir það að þetta orðfæri, þau viðhorf sem það lýsir og það samfélagsmein sem hlutgerving kvenna er - hafi engar pólitískar afleiðingar?“ Það eitt sé að minnsta kosti ljóst að formaður Flokks fólksins standi með körlum sem lítillækki konur og velji að taka ekki raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu þegar á hólminn sé komið. Þá bendir hún á að orðfærið lýsi sömuleiðis kynþáttafordómum auk þess sem telja megi líklegt að konan sem um ræði búi við mikla fátækt. Flokkur fólksins Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Skilaboð Tómasar A. Tómasson, þingmanns Flokks fólksins, til vinar síns árið 2014 hafa ratað víða og var fjallað um í fjölmiðlum í gær. Tómas var þá staddur í Bangkok, höfuðborg Taílands, og sagði vini sínum frá samskiptum við konur í Taílandi. „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21,“ sagði Tómas í skilaboðunum. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir Vinur Tómasar birti skilaboðin á Facebook á dögunum og spurði hvort fólk vildi hafa svona mann á þingi. Hafa skilaboðin síðan farið í töluverða dreifingu manna á milli. Síðar í skilaboðunum, sem sjá má að neðan, segir Tommi ætla að „taka“ eina fyrir kunningja sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að Flokkur fólksins stæði stoltur og einhuga við bak Tómasar. Hún sagðist orðlaus að skilaboðin væru til umfjöllunar en um leið að ekki væri hægt að líta fram hjá orðfari Tómasar. „Við höfum óbeit á þessu orðfari. Þetta er ógeðslegt orðfar. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því.“ Málið væri afgreitt hjá flokknum sem stæði einhuga með Tómasi. Málið snúist um viðhorf gagnvart konum Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbrögð formannsins við skilaboðunum. „Inga Sæland sér ekkert vandamál við það hvernig þingmaður hennar talar um konur. Hún vill meina að málið snúist um það með hverjum hann „sængar“ en ekki því viðhorfi sem hann lýsir gagnvart konum,“ segir Ragna í færslu á Facebook. Ragna segir að þótt flokkurinn viðurkenni ekki orðfæri Tómasar þá virðist flokkurinn ekki kannast við þau viðhorf sem það lýsi. „Djúpstæðri kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitning er nefnilega vandamál í íslensku samfélagi. Orðfæri er ekki bara lýsandi fyrir viðhorf heldur er það valdatæki. Valdatæki sem karlmenn nota til að lítillækka konur, smætta þær, hlutgera. Það er ekki formanni stjórnmálaflokks sæmandi að aðhafast ekkert nema fordæma „orðbragðið“ þegar þingmaður hennar talar um konur eins og kjötstykki.“ Konan búi líklega við mikla fátækt Ragna rifjar upp viðbrögð Ingu þegar tveir þingmenn úr Flokki fólksins töluðu um Ingu á Klausturbar fyrir fjórum árum. Upptaka náðist af samtali sex þingmanna á öldurhúsinu og varð uppi fótur og fit í samfélaginu. „Þeir voru reknir úr þingflokknum. Nú er hins vegar um unga konu að ræða í Taílandi, ekki formann Flokks fólksins. Inga Sæland telur ekki ástæðu til að standa „þétt“ við bakið á henni. Né við bakið á þeim konum sem hafa verið lítillækkaðar með þessum hætti, kyngerðar og smættaðar. Hún segist þess í stað vera stolt af því að hann sé þingmaður Flokks fólksins.“ Ragna spyr hvaða skilaboð þetta sendi til samfélagsins, og þá sérstaklega til ungra kvenna? „Hvaða skilaboð sendir það að þetta orðfæri, þau viðhorf sem það lýsir og það samfélagsmein sem hlutgerving kvenna er - hafi engar pólitískar afleiðingar?“ Það eitt sé að minnsta kosti ljóst að formaður Flokks fólksins standi með körlum sem lítillækki konur og velji að taka ekki raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu þegar á hólminn sé komið. Þá bendir hún á að orðfærið lýsi sömuleiðis kynþáttafordómum auk þess sem telja megi líklegt að konan sem um ræði búi við mikla fátækt.
Flokkur fólksins Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55
Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. 28. apríl 2022 16:11
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24