Lífið

„Ofbeldi og nauðganir er ekki klámi að kenna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birna starfar sem kynfræðingur í dag. 
Birna starfar sem kynfræðingur í dag. 

Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ á dögunum.

Lóa hittir aðalpersónurnar sem internetið hefur fætt af sér og skoðar hvaða áhrif netheimar hafa á raunheima og hvernig mörkin verða sífellt óskýrari.

Í síðasta þætti var fjallað um miðilinn Only Fans þar sem finna má klámefni og greiða einstaklingar fyrir slíkt efni beint til einstaklingsins.

Rætt var við kynfræðinginn Birnu Gustafsson í þættinum í gærkvöldi. Hún hefur haft þá skoðun að það sé almennt talað of mikið niður til fólks sem starfar í kynlífsiðnaðnum.

„Mig langar aldrei að tala við fólk sem er algjörlega búið að loka á þann möguleika að bera virðingu fyrir kynlífsvinnu fólks. Hvernig get ég opnað aðeins augu þeirra svo fólk þurfi ekki að vera með svona mikið hatur inni í sér,“ segir Birna og heldur áfram.

„Ofbeldi og nauðganir er ekki klámi að kenna, það er samfélagið sem er að ala upp fólk sem hatar annað fólk,“ segir hún að lokum.

Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti af Aðalpersónum sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Klippa: Ofbeldi og nauðganir er ekki klámi að kenna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×