Innlent

738 prósentum fleiri sóttu um vegabréf

Snorri Másson skrifar

Umsóknum um vegabréf hjá sýslumanni fjölgaði um 738% á milli ára og ófáir komu á síðustu stundu rétt fyrir páska. Embættið skoðar að leyfa tímabókanir á netinu til að minnka biðtíma.

Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi verulega fundið fyrir því að undanförnu að uppsöfnuð þörf er á vegabréfum.

Á þessu ári hafa hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 9.400 manns sótt um vegabréf. Á sama tímabili í fyrra voru það 1270. Það er um 738% aukning.

Þessa dagana getur biðin eftir vegabréfi verið lengri en hálftími, ekki síst þegar fólk mætir rétt í kringum opnun eða rétt í kringum lokun.

„Í dag ráðleggjum við fólki að koma helst á milli 11 og 11.30, við opnum 8.20 og lokum 15, nema á föstudögum klukkan 14. Það er best að koma á hádegi en ekki endilega við opnun. Síðan erum við að skoða tæknilausnir. 

Við hjá embættinu hér á höfuðborgarsvæðinu erum að skoða núna að geta boðið upp á tímapantanir fyrir viðskiptavini, þá ættu viðskiptavinir að dreifast betur yfir daginn og biðtíminn að styttast,“ segir Sigríður.

Að lokum kemur röðin að manni - og svo líða fimm dagar. Ef maður mætir á mánudegi, fær maður passa á föstudegi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.