Lífið

Erna Kristín og Bassi eignuðust tví­bura: „Ég sé tvö­falt“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tvíburadrengir Ernu Kristínar og Bassa eru komnir í heiminn.
Tvíburadrengir Ernu Kristínar og Bassa eru komnir í heiminn. Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, hefur eignast tvíburadrengi með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni.

Erna tilkynnti um komu tvíburana á Instagram-síðu sinni rétt í þessu. 

„Ég sé tvöfalt,“ skrifar hún undir fallega mynd af nýfæddum drengjunum í fangi móður sinnar.

Erna hafði greint frá því að drengirnir væru væntanlegir í heiminn með plönuðum keisara á 36. viku meðgöngunnar.

Erna hefur verið áberandi sem öflugur talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og bæði deilt miklu efni á Instagram og haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um landið. Þá hefur hún einnig gefið út bækurnar Ég vel mig og Ófullkomlega fullkomin.

Saman eiga þau Erna og Bassi soninn Leon Bassa, sjö ára. En Bassi á dótturina Önju, sextán ára úr fyrra sambandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.