Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 22:01 Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi. Skjáskot/BAFTA Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“ BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28