Innlent

For­seta­hjónin tóku þátt í plokk­deginum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Forsetahjónin eru öflugir plokkarar.
Forsetahjónin eru öflugir plokkarar. Aðsend

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag.

Stóri plokkdagurinn er nú haldinn í fimmta sinn og skipuleggjendur segja hann vera „einn af íslensku vorboðunum.“ Langflest sveitarfélög taka þátt í plokkdeginum og þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn til að taka til hendinni.

Veðurblíðan í dag gerði það að verkum að það stefndi í metþátttöku en dagurinn hófst formlega í morgun þegar umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti daginn í Gufunesi.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid létu sig ekki vanta og slógust í för með íbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag og plokkuðu við Arnarnesveginn á milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar.

Á Facebook síðunni Plokk á Íslandi má sjá fjölmörg innleg frá fólki sem tekið hefur þátt í Stóra plokkdeginum í dag og ljóst að margir hafa tekið til hendinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×