Innlent

„Við slepptum páskahretinu greinilega, það er bara beint í sumar“

Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Sumar við Austurvöll.
Sumar við Austurvöll. Vísir/Vilhelm

Sumarið lék svo sannarlega við landsmenn í dag og reyndu flestir landsmenn að næla sér í smá lit úti í sólinni.

Í miðbæ Reykjavíkur var mikið mannlíf í dag og voru útisvæði veitingastaða vel nýtt. Fyrir utan Duck & Rose var allt troðfullt.

„Það er greinilegt að sumarið er komið,“ sagði Snorri Björgvin Magnússon, veitingastjóri Duck & Rose í samtali við fréttastofu í dag. „Austurvöllurinn er bara búinn að vera pakkaður í allan dag.“

Snorri segir að það hafi alls ekki skemmt fyrir að á Austurvelli hafi verið að mótmæla sölu ríkisins á Íslandsbanka.

„Við slepptum páskahretinu greinilega, það er bara beint í sumar,“ sagði Snorri aðspurður hvort sumarið væri komið.

Á morgun er einnig spáð mikilli sól á suðvesturhorninu sem og víðast hvar um landið. Hiti gæti farið upp í fjórtán gráður í Árnesi en haldast um átta gráður um mest allt land. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.