Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2022 12:39 Fjölmenni er á mótmælunum á Austurvelli og mörg skilti á lofti. Vísir/Margrét Helga Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. Margir mótmælenda í dag báru skilti. „Bankaútsala nei takk“ og „Bankarán alla virka daga frá 9-16“ voru meðal þeirra slagorða sem sjá mátti á Austurvelli í veðurblíðunni í dag. Kröfur mótmælenda voru einfaldar; að bankasölunni verði rift, að stjórn og framkvæmdastjóri bankasýslunnar víki og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Nú er bankasýslan á bak og burt en mótmælendur krefjast þess enn að sölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. Páll Óskar mætti klukkan 13.45 og hitaði upp fyrir mótmælafundinn. Ræðumenn voru þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson. Þá er Anton Helgi Jónsson skáld mótmælanna og XXX Rottweiler og Blaffi slógu botninn í fundinn, eins og segir á Facebook-síðu mótmælanna. Fjölmenni var á mótmælunum í dag.Vísir/Margrét Helga Mikill fjöldi var saman kominn á mótmælafundi sama hóps fyrir rúmri viku síðan en Davíð Þór Jónsson prestur hélt ræðu við mikinn fögnuð viðstaddra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Margir mótmælenda í dag báru skilti. „Bankaútsala nei takk“ og „Bankarán alla virka daga frá 9-16“ voru meðal þeirra slagorða sem sjá mátti á Austurvelli í veðurblíðunni í dag. Kröfur mótmælenda voru einfaldar; að bankasölunni verði rift, að stjórn og framkvæmdastjóri bankasýslunnar víki og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Nú er bankasýslan á bak og burt en mótmælendur krefjast þess enn að sölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. Páll Óskar mætti klukkan 13.45 og hitaði upp fyrir mótmælafundinn. Ræðumenn voru þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson. Þá er Anton Helgi Jónsson skáld mótmælanna og XXX Rottweiler og Blaffi slógu botninn í fundinn, eins og segir á Facebook-síðu mótmælanna. Fjölmenni var á mótmælunum í dag.Vísir/Margrét Helga Mikill fjöldi var saman kominn á mótmælafundi sama hóps fyrir rúmri viku síðan en Davíð Þór Jónsson prestur hélt ræðu við mikinn fögnuð viðstaddra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. 15. apríl 2022 21:34
Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33