Innlent

Hafa á­­kveðnar vís­bendingar um til­­drög slyssins

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi. 
Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi.  vísir/vilhelm

Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau.

Að­gerðirnar hófust í gær­morgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt sam­kvæmt á­ætlun. 

Frétta­stofa var á svæðinu í gær og ræddi við við­bragðs­aðila eftir að fyrstu lotu að­gerðarinnar var lokið og búið var að draga flug­vélina inn á grynnra svæði í vatninu.

„Núna er rann­sóknar­vinna í gangi - verið að ljós­mynda og taka út fatnað og annað sem til­heyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjáns­son aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni.

Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill

Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfir­borðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gær­kvöldi.

Óvenjuleg rannsókn

Nú tekur Rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á til­drög slyssins.

„Við vonum að það séu um borð raf­einda­tæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flug­vélinni. Það geta til dæmis verið símar, mynda­vélar og annað, hugsan­lega stað­setningar­tæki og svo einnig búnaður flug­vélarinnar,“ segir Ragnar Guð­munds­son stjórnandi rann­sóknar hjá Rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa.

Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill

Hann segir margt ó­ljóst í rann­sókninni en telur að með rann­sókn á flakinu verði hægt að upp­lýsa það sem gerðist.

„Þessi á­kveðna rann­sókn er svo­lítið ó­venju­leg að því leyti að nú komumst við ekki í flug­vélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðar­sjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vís­bendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flug­vélina og rann­saka hana mun ítar­legar til að reyna að komast að or­sökum slyssins,“ sagði Ragnar.

Það getur tekið nokkra mánuði, jafn­vel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út loka­skýrslu um flug­slys hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×