Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þingvöllum, þar sem unnið er að því að koma flugvélinni sem brotlenti á vatninu í febrúar á land. Við ræðum við lögreglumann sem stjórnar aðgerðum og kafara.

Við segjum einnig frá því að tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess.

Þá greinum við frá fyrirætlunum með hið sögufræga JL-hús í Vesturbænum en húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í húsinu, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn ætlar að markaðssetja rýmið sem mögulegt íbúðarhúsnæði og hefur fengið leyfi fyrir því hjá borginni.

Við fjöllum líka áfram um söluna á Íslandsbanka og kíkjum í nýja miðbæinn á Selfossi, sem hlaut nýverið Svansvottun – fyrstur miðbæja á Norðurlöndum.

Þetta og fleira á í kvöldfréttum á slaginu 18:30 á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi í spilaranum hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×