Menning

Cinema Para­diso-leikarinn Jacqu­es Perrin látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jacques Perrin árið 2019.
Jacques Perrin árið 2019. Getty

Franski leikarinn og leikstjórinn Jacques Perrin er látinn, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988.

Perrin sló í gegn í Stúlkunni með ferðatösku frá árinu 1961 þar sem hann lék á móti Claudia Cardinale.

Á ferli sínum lék hann í rúmlega sjötíu kvikmyndum og leikstýrði fjölda. Hann var gerði sömuleiðis garðinn frægan sem framleiðandi kvikmynda, meðal annars Z sem vann Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmynd árið 1969.

Mathieu Simonet, sonur Perrin, segir í samtali við AFP að Perrin hafi andast í París í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×