Innlent

Slasaðist á sex­hjóli í Tálkna­firði

Eiður Þór Árnason skrifar
Slysið átti sér stað utan alfaravega í Tálknafirði.
Slysið átti sér stað utan alfaravega í Tálknafirði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður slasaðist í sexhjólaslysi í Tálknafirði, utan við pollinn svokallaða, í dag og var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. 

Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning um slysið skömmu fyrir klukkan 15 og kom fram að maður hefði velt sexhjóli og væri slasaður. Lögreglumenn frá Patreksfirði fóru strax á vettvang auk sjúkrabifreiðar og björgunarsveitarmanna en slysið mun hafa átt sér stað utan alfaravega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þegar viðbragsaðilar komu á vettvang var ökumaðurinn með meðvitund. Í ljósi eðlis slyssins var hann í framhaldinu fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Unnið er að rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×